„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2025 19:39 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, íbúi í Varmahlíð og varaþingmaður, fer um þennan veg daglega. Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55