„Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. apríl 2025 19:39 Ingveldur Anna Sigurðardóttir, íbúi í Varmahlíð og varaþingmaður, fer um þennan veg daglega. Kona sem býr steinsnar frá vettvangi banaslyss sem varð á Suðurlandi í gær segir að það hafi verið viðbúið að eitthvað hræðilegt myndi gerast á svæðinu í ljósi þess hve algengt er að það hrynji úr skriðum Steinafjalls. Hún bindur vonir við að Vegagerðin taki við sér áður en næsta stórslys verður. Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Konan sem lést var ökumaður bílsins, tveir aðrir kvenkyns farþegar sluppu með minniháttar áverka. Slysið varð rétt vestan við Holtsós sem er við hliðina á heimili Ingveldar Önnu Sigurðardóttur, íbúa í Varmahlíð og varaþingmanns, sem fer um þennan veg daglega. Hún segir sorglegt að kona sé nú látin vegna grjóthruns sem hafi verið hægt að verjast því ítrekað hafi verið kallað eftir úrbótum af hálfu Vegagerðarinnar. „Ég keyri hérna fram og til baka á hverjum degi og stundum um háveturinn. Svo síðdegis þá horfir maður stundum upp í fjallið og hugsar með sér, hvenær fellur steinninn. En það gerðist í gær og það er kona sem fer ekki heim til sín, sem er gríðarlega sorglegt. Hugur manns er auðvitað hjá þessari fjölskyldu og vinkonum hennar.“ Ítrekað hrynji grjót úr skriðum, sérstaklega á þessum árstíma. Skólabílar keyri um veginn minnst sex sinnum á dag. „Mamma klessti á stein fyrir tveimur, þremur árum og það var í niðamyrkri þegar hún var á leiðinni í vinnuna og maður hugsar þetta alltaf. Það er sjö ára stelpa sem fer af hlaðinu hjá mér í skólann og hvenær fellur næsti steinn á bíl?“ Ingveldur segir að nokkrar leiðir til úrbóta. Ein sé að færa veginn neðar og önnur að moka bita úr veginum þannig að holan myndi grípa grjótið. „Eða setja eins konar varnargarð þar sem skriðan er næst veginum.“ Ingveldur vonar að Vegagerðin taki við sér. „Það er alltaf eins og það þurfi eitthvað að gerast eða að einhver deyi til að við fáum úrbætur. Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík og á þessum þéttbýlu stöðum?“ Sveitarstjórinn var á vettvangi slyssins Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er líka í slökkviliðinu og var á vettvangi slyssins í gær. „Og í þessu tilfelli gátum við lítið gert annað en að vernda vettvang en vettvangurinn var ekki fallegur. Það var svo sem ekki ljóst í upphafi hvað gerðist, það var ekki fyrr en seinna að fólk áttaði sig á því sem hafði gerst, með þetta grjót.“ Nú þurfi aðgerðir. „Við erum með skólaakstur mikinn og þarna fara um fleiri þúsund manns. Ég hvet Vegagerðina til að skoða þetta og hlusta.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Rangárþing eystra Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. 31. mars 2025 15:55