Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. apríl 2025 12:11 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. vísir Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands segir kvikuganginn, sem myndaðist í gosinu á Reykjanesskaga í gær, ná frá Vogum að Grindavík. Mögulegt sé að kvika komi upp norðarlega í kvikuganginum nærri Reykjanesbraut þó það teljist ólíklegt. Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Ekki hefur verið sjáanleg virkni á gossprungunni norðan við Grindavík frá því í eftirmiðdag í gær. Upp úr klukkan 21 í gærkvöldi fór að draga úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga, og hefur almannavarnastig verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur líklegt að Grindavík verði opnuð á nýjan leik í dag. Heitavatnslögn fór í sundur í bænum í gær en það sé enn of snemmt sé að segja til um hvort frekari skemmdir hafi orðið. „Það voru hreyfingar þarna í austurhluta bæjarins og akkúrat núna er verið að fara yfir bæinn með tilliti til öryggis.“ Ennþá virkni á svæðinu Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir kvikuganginn sem myndaðist í gær sá lengsti síðan að eldsumbrot hófust á svæðinu árið 2021. Gangurinn nái frá Grindavík og norður að Vogum. Ekki sé hægt að útiloka að kvika komi upp í norðurenda kvikugangsins. „Það er nú ólíklegt að hún komi öll upp. Það er möguleiki að það opnist, það er enn þá virkni þarna en eftir því sem tíminn líður minnka þær líkur. Kvikan sem hefur farið inn í ganginn er líklegast mest öll að fara storkna.“ Ekki bráð hætta á ferð Mikið þurfi að koma til svo að það fari að gjósa frá norðurenda gangsins á næstu klukkutímum eða dögum áður en kvikan storknar. „Við erum með kviku á ferðinni og þá er möguleiki að hún komi upp í eldgosi. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því. Ef það kemur upp þarna fyrir norðan þá eru svo sem engir innviðir í bráðri hættu, það tekur alveg tíma ef eitthvað kemur upp þar.“ Mesta jarðskjálftavirknin var í norðurenda kvikugangsins en þó nokkur gliðnun varð í gær. Í dag verði kortlagt hvaða sprunguhreyfingar urðu á svæðinu. „Það var gliðnun í Grindavík, ekki mikil. Miðað við það sem gerðist í janúar og nóvember allavega. Einhverjir tugir sentímetra þar sem það varð mest. Síðan á eftir að mæla hvað hefur opnast.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira