„Auðvitað söknum við hennar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 15:15 Guðrún og Glódís hafa spilað fjölmarga landsleiki saman síðustu misseri. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira