Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. apríl 2025 22:47 Louis Van Gaal var þjálfari Bayern þegar Müller sprakk út sem ungur leikmaður. Alex Grimm/Bongarts/Getty Images Louis Van Gaal, fyrrum þjálfari Bayern München, segir Thomas Müller eiga skilið góða kveðjustund frá félaginu, þar sem ekki lítur út fyrir að samningur hans verði framlengdur. Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar. Þýski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira
Van Gaal var þjálfari Bayern frá 2009-11 og sá sem gaf Müller sín fyrstu alvöru tækifæri hjá liðinu, þó hann hafi þreytt frumraunina undir Jurgen Klinsmann árið áður. Síðan þá hefur Müller orðið leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins, unnið úrvalsdeildina tólf sinnum og Meistaradeildina tvisvar. Nú er hins vegar útlit fyrir að ferill hans hjá Bayern sé á enda. Samningur hans rennur út í sumar og viðræður um framlengingu hafa siglt í strand. „Því miður fær Müller ekki margar mínútur lengur. Það er undir honum komið hvort hann vildi halda áfram í þessu hlutverki eftir að hafa verið einn mikilvægasti leikmaður liðsins um árabil. Ef hann ákveður að fara á hann skilið góða kveðjustund, frá öllum stuðningsmönnum, leikmönnum og þjálfurum Bayern“ sagði Van Gaal við Sky Sports í Þýskalandi. Muller hefur fengið að kynnast varamannabekknum vel. Alexander Hassenstein/Getty Images Müller er sagður vilja vera áfram en félagið hefur ekki boðið honum nýjan samning og háar launakröfur eru taldar helsta ástæða þess. Fundað verður aftur síðar í vikunni og lokaákvörðun tekin en ljóst er að framlenging Müller hefur ekki verið forgangsmál hjá félaginu, sem hefur í vetur gert nýja samninga við Manuel Neuer, Alphonso Davies, Jamal Musiala og Joshua Kimmich. Svo gæti farið að samningur Müller renni út og hann yfirgefi félagið ósáttur við sín hlutskipti. Hvort hann haldi þá áfram að spila félagsliðafótbolta er óvíst, en landsliðskórnir voru lagðir á hilluna eftir EM síðasta sumar.
Þýski boltinn Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Sjá meira