„Auðvitað lét ég hann heyra það“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 09:29 Kolbrún Bergþórsdóttir segir að auðvitað sé það svo að vinnufélagar takist á. Og að þessu sinni sló í brýnu milli hennar og Andrésar Magnússonar fulltrúa ritstjóra. Vísir/Vilhelm/Steingrímur Dúi Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar. „Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira