Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2025 15:23 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sendi yfirlýsingu frá félaginu. Hinu megin á myndinni má sjá skjáskot af myndbandi af handtöku mannsins sem var með byssuna. Forsvarsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hvetja fólk til að koma vel fram við björgunarsveitarfólk og aðra viðbragðsaðila. Allir séu að gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Það er eftir að íbúi í Grindavík ógnaði björgunarsveitarfólki með byssu þegar verið var að rýma bæinn vegna eldgossins í morgun. Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með. Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Landsbjörg segir að um hafi verið að ræða hóp frá björgunarsveitinni Þorbirni, sem var sendur til þess að aðstoða mann við að ganga frá nokkrum lausum endum. „Þegar þeirri aðstoð var lokið var viðkomandi bent á að skynsamlegt væri að yfirgefa bæinn. Á þeim tímapunkti situr einstaklingurinn í bíl sínum og björgunarsveitarmaður stendur við gluggann hjá honum þegar viðkomandi dregur upp byssu og beinir henni upp í loftið yfir höfuð björgunarsveitarmanns.“ Þetta segir í yfirlýsingunni og stendur þar einnig að björgunarsveitarfólkinu hafi að vonum illa brugðið. Þau hafi farið á brott og tilkynnt atvikið til aðgerðarstjórnar. Alls voru fimmtán félagar Þorbjarnar að aðstoða Grindvíkinga í morgun við að rýma bæinn. Hlutverk þeirra er samkvæmt yfirlýsingunni fyrst og fremst að fólk á svæðinu sé meðvitað um stöðuna og aðstoða þá sem eiga í vandræðum. „Það er ekki hlutverk björgunarsveitarfólks að vísa fólki úr bænum en það bendir fólki góðfúslega á það að skynsamlegt sé að yfirgefa bæinn meðan óvissuástand varir.“ Þá segir í yfirlýsingunni að félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg sýni því mikinn skilning að ekki vilji allir yfirgefa bæinn. Það sé ekki hlutverk sjálfboðaliða að setjast í dómarasæti og hlutast til um það hverjir eigi að fara og hverjir megi vera. „Það sem er hins vegar alveg skýrt, að það er algjörlega óásættanlegt að björgunarsveitarfólki sé mætt með því að draga upp skotvopn. Við slíkt getum við ekki og eigum ekki að sætta okkur við.“ Hér að neðan má sjá myndband af handtöku mannsins með byssuna í dag. Maðurinn var handtekinn af sérsveitarmönnum en Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði þegar rætt var við hann í dag að atvikið væri afskaplega óheppilegt. Lagt hafi verið hald á skotvopnið sem maðurinn var með.
Grindavík Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira