Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. mars 2025 19:35 Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar. Vísir Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna ætla á fundi atvinnuveganefndar á morgun að ræða það að afnema öll réttindi grásleppusjómanna að sögn Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem situr í nefndinni. Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jón Gunnarsson frá skilaboðum sem þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem sitja í atvinnuveganefnd Alþingis hafi borist. „Vandræðagangurinn mun halda áfram vegna þess að við vorum að fá skilaboð núna þingmenn minnihlutans í Atvinnuveganefnd um mál sem verður tekið upp í atvinnuveganefnd í fyrramálið þar sem að þingmenn þar, upp að sínu frumkvæði, ég trúi ekki að ríkisstjórnin standi á bak við þetta, ætla að afnema öll réttindi sem að grásleppusjómenn voru gefin á síðasta ári með lögum,“ segir Jón. Að sögn Þórarins Inga Péturssyni, þáverandi formaður atvinnuveganefndar, var tilgangur kvótasetningarinnar að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem stundi grásleppuveiðar. Kjartan Sveinsson, formaður Standveiðifélags Íslands mótmælti áformunum um kvótasetningu grásleppu í skoðanagrein á Vísi. Það gerði líka Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. „Alls 400 sjálfstæðar útgerðir hafa rétt til að stunda grásleppuveiðar að atvinnu. Með frumvarpinu er meirihluta þeirra gert ókleift að stunda veiðarnar,“ skrifar Örn á Vísi. „Þetta er enn eitt vandræðamálið sem mun skapa ríkissjóði ábyrgðir og væntanlega leiða til málsókna ef að það verði í þetta farið. Ég trúi þessu því nú tæplega að ríkisstjórnin ætli að standa á bak við svona vitleysu. Það er eins og draugur Vinstri grænna sé afturgenginn hér þegar kemur að virðingu fyrir lögum í þessu landi,“ segir Jón. Þingmenn ríkisstjórnaflokkanna í atvinnuveganefnd eru Sigurjón Þórðarson, formaður nefndarinnar og þingmaður Flokks fólksins, Eiríkur Björn Björgvinsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Viðreisnar, Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Lilja Rafney, sem nú er í Flokki fólksins, sagði sig úr Vinstri grænum árið 2024 eftir að frumvarpið um kvótasetningu grásleppu var samþykkt á Alþingi. Hún skrifaði nýlega um málið í skoðanagrein birta á Vísi. „Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar,“ skrifaði hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Strandveiðar Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira