Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:47 Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þau ólög um grásleppuveiðar sem sett voru á Alþingi í fyrra vor fólu í sér dæmigerða sérhagsmunagæslu fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir kvótasetningu grásleppunnar og framsali veiðiheimilda. Það hefði hörmulegar afleiðingar fyrir þá grásleppusjómenn sem hafa verið að fjárfesta í greininni undanfarin ár. Ætla sér að stunda veiðar til framtíðar en ekki braska með veiðiheimildir og selja sig út úr greininni. Sumir munu neyðast til að selja vegna lítillar úthlutunar en aðrir bíða eftir því að geta selt. Vondar afleiðingar blasa við. Veruleikinn sýnir að fjöldi útgerða fær úthlutað svo litlum aflaheimildum að það borgar sig ekki að halda til veiða. Ef grásleppusjómenn veiða hins vegar ekki 50 prósent af litilli úthlutun missa þeir aflahlutdeildina varanlega. Þannig er sett pressa á fjölda grásleppusjómanna að selja sig út úr greininni. Þetta eru oft aðilar sem ætluðu sér að stunda veiðarnar til frambúðar og fjárfest hafa í búnaði sem verður verðlaus. Þetta er ekkert annað en eignaupptaka gagnvart fjölda minni útgerða. Engin stærðarmörk báta leiða til samþjöppunar. Lögunum var breytt þannig að nú eru engin stærðarmörk á bátum sem mega veiða grásleppu. Það kallar á áframhaldandi samþjöppun og færslu aflaheimilda á stærri skip. Þetta kippir fótunum undan smábátaútgerðinni sem í áratugi hefur stundað þessar veiðar við strendur landsins, skapað tekjur og verðmæt störf og styrkt grundvöll minni útgerða í sjávarbyggðunum. Fjöldi grásleppusjómanna sviptur atvinnu. Fjöldinn allur af grásleppusjómönnum hefur frá því þessi ólög voru sett í fyrra kallað eftir aðlögunum verði breytt til fyrra horfs. Þannig að fjárfestingar og mikil samlegðaráhrif með strandveiðum geti nýst brothættum sjávarbyggðum landsins og aflaheimildir lendi ekki í höndum stórútgerðarinnar eins og allt stefnir í að óbreyttu. Málsókn yfirvofandi. Það er krafa stórs hóps grásleppusjómanna að LS fyrir þeirra hönd hefji málsókn á hendur ríkinu vegna þessa óréttar sem þeir eru beittir með eignaupptöku og sviptingu atvinnufrelsis til veiða í kjölfarið. Ríkið gæti orðið skaðabótaskylt sem væri verri kostur en að bregðast við þeim skaða sem löggjöfin veldur fjölda útgerða og sjávarbyggðum. Réttur sjávarbyggðanna til auðlindanýtingar. Eins og áður sagði höfum við sem barist höfum fyrir öflugri smábátaútgerð fengið ákall um að afnema þessi ólög. Nú þegar Flokkur fólksins hefur tryggt 48 daga í strandveiðum með sinni öflugu ríkisstjórn verður að taka þessa óvönduðu löggjöf um grásleppuveiðar til endurskoðunar. Hana verður að endurskoða áður en það verður of seint ! Samspil grásleppu- og strandveiða styður og eflir smábátaútgerð á ársgrundvelli. Samþjöppun í sjávarútvegi hefur verið gífurleg undanfarin mörg ár. Það er ekki góð þróun að örfáir aðilar hafi bróðurpartinn af sameiginlegri sjávarauðlind landsmanna á sinni hendi. Rétt sjávarbyggðanna til atvinnufrelsis í sínu nærumhverfi verður að tryggja. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins NV kjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun