„Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 14:42 Donald Trump á leið upp í flugvél forsetaembættisins í gær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær opinn fyrir því að sitja þriðja kjörtímabilið í embætti, þó stjórnarskrá Bandaríkjanna meini slíkt. Forsetinn ítrekaði í símaviðtali að honum væri alvara og sagði hægt að finna leiðir til að komast hjá ákvæði stjórnarskrárinnar. „Margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump í samtali við blaðamenn NBC News. „En, ég meina, ég segi þeim að við eigum svo mikið eftir.“ Vísaði hann þar til þess að um tveir mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. „Mér finnst gaman að vinna,“ sagði Trump svo og beðinn um að útskýra nánar sagði hann: „Ég er ekki að grínast. En ég er ekki, það er of snemmt að hugsa um það.“ Forsetinn sagði að það yrði í raun fjórða kjörtímabilið hans, þar sem hann hefði í raun sigrað í þar síðustu kosningum. Það er rangt hjá honum. Joe Biden sigraði í þeim kosningum en Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Trump var einnig spurður hvort honum hefði verið sýndar áætlanir um hvernig hann gæti setið þriðja kjörtímabilið, sagði hann nei en bætti við að hægt væri að finna leiðir til þess. Ein leið gæti samkvæmt Trump verið að JD Vance, varaforseti hans, yrði forseti og hann varaforseti og þannig gæti Vance fært valdið til Trumps. „En það eru aðrar leiðir líka,“ sagði Trump og neitaði að fara nánar út í það. Bannað samkvæmt stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil en það var Franklin D. Roosevelt. Hann sinnti embætta forseta frá 1933 til 1945, þegar hann dó þá á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil. Þetta er 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja af þremur ríkjum Bandaríkjanna boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið en þar bætist við óvissa vegna 12. viðauka stjórnarskrárinnar sem segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Það hefur af mörgum verið túlkað á þann veg að þeir sem hafa setið tvo kjörtímabil sem forseti, og megi þar með ekki bjóða sig fram aftur, megi heldur ekki bjóða sig fram til varaforseta. Hefur lengi talað um fleiri kjörtímabil Trump hefur áður talað um að sitja fleiri kjörtímabil en þó flestir innan Repúblikanaflokksins hafi talað um það sem grín, hefur einn þingmaður þó lagt fram frumvarp þess eðlis að gera Trump kleift að bjóða sig fram til nýs kjörtímabils. Steve Bannon, bandamaður Trumps, sagði nýverið í viðtali að hann væri viss um að Trump myndi bjóða sig aftur fram og sigra í kosningum árið 2028. Þá talaði hann einnig um að hægt væri að finna leiðir hjá 22. viðaukanum. Þá hefur Hvíta húsið ýtt undir ummæli Trumps þar sem hann hefur líkt sjálfum sér við konung. Samkvæmt New York Times er þetta í fyrsta sinn sem Trump segir fullum fetum að honum sé alvara um að vilja mögulega þriðja kjörtímabilið, þó hann hafi ítrekað talað um það áður. Í viðtalinu í gær var hann sérstaklega spurður út í þessa brandara sína að undanförnu og þá tók hann fram að hann væri ekki að grínast. Trump fer oft fögrum orðum um einræðisherra og alræðisstjórnir í heiminum og hefur verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum vikum. Eftir viðtalið í gær ítrekaði talsmaður Trumps að forsetinn væri upptekinn við núverandi kjörtímabil og of snemmt væri að segja til um það þriðja. Steven Cheung, talsmaðurinn, sagði yfirgnæfandi meirihluta kjósenda þó styðja Trump og stefnumál hans. Trump var spurður út í ummælin í forstaflugvél hans í gærkvöldi. Þá sagðist hann ekki vilja tala um það en staðhæfði að mjög margir héldu því fram að hann yrði að bjóða sig aftur fram. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
„Margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump í samtali við blaðamenn NBC News. „En, ég meina, ég segi þeim að við eigum svo mikið eftir.“ Vísaði hann þar til þess að um tveir mánuðir væru liðnir af kjörtímabilinu. „Mér finnst gaman að vinna,“ sagði Trump svo og beðinn um að útskýra nánar sagði hann: „Ég er ekki að grínast. En ég er ekki, það er of snemmt að hugsa um það.“ Forsetinn sagði að það yrði í raun fjórða kjörtímabilið hans, þar sem hann hefði í raun sigrað í þar síðustu kosningum. Það er rangt hjá honum. Joe Biden sigraði í þeim kosningum en Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Trump var einnig spurður hvort honum hefði verið sýndar áætlanir um hvernig hann gæti setið þriðja kjörtímabilið, sagði hann nei en bætti við að hægt væri að finna leiðir til þess. Ein leið gæti samkvæmt Trump verið að JD Vance, varaforseti hans, yrði forseti og hann varaforseti og þannig gæti Vance fært valdið til Trumps. „En það eru aðrar leiðir líka,“ sagði Trump og neitaði að fara nánar út í það. Bannað samkvæmt stjórnarskrá Einungis einn forseti Bandaríkjanna hefur setið fleiri en tvö kjörtímabil en það var Franklin D. Roosevelt. Hann sinnti embætta forseta frá 1933 til 1945, þegar hann dó þá á fyrsta ári fjórða kjörtímabils síns. Eftir dauða hans var ákvæði bætt við stjórnarskrá Bandaríkjanna um að enginn forseti mætti sitja í embætti meira en tvö kjörtímabil. Þetta er 22. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna. Til að fella þetta ákvæði úr gildi þyrfti stuðning tveggja þriðju þingmanna Bandaríkjanna til að gera breytingar á stjórnarskránni. Önnur leið væri að leiðtogar tveggja af þremur ríkjum Bandaríkjanna boðuðu til stjórnarskrárþings til að leggja til breytingar á stjórnarskránni. Breytingarnar þyrftu í báðum tilfellum að vera samþykktar af tveimur þriðju ríkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um hvort viðaukinn leyfi forseta að verða varaforseti og fara þá leið aftur í forsetaembættið en þar bætist við óvissa vegna 12. viðauka stjórnarskrárinnar sem segir að hver sé sem sé ekki kjörgengur til embættis forseta, megi ekki bjóða sig fram til varaforseta. Það hefur af mörgum verið túlkað á þann veg að þeir sem hafa setið tvo kjörtímabil sem forseti, og megi þar með ekki bjóða sig fram aftur, megi heldur ekki bjóða sig fram til varaforseta. Hefur lengi talað um fleiri kjörtímabil Trump hefur áður talað um að sitja fleiri kjörtímabil en þó flestir innan Repúblikanaflokksins hafi talað um það sem grín, hefur einn þingmaður þó lagt fram frumvarp þess eðlis að gera Trump kleift að bjóða sig fram til nýs kjörtímabils. Steve Bannon, bandamaður Trumps, sagði nýverið í viðtali að hann væri viss um að Trump myndi bjóða sig aftur fram og sigra í kosningum árið 2028. Þá talaði hann einnig um að hægt væri að finna leiðir hjá 22. viðaukanum. Þá hefur Hvíta húsið ýtt undir ummæli Trumps þar sem hann hefur líkt sjálfum sér við konung. Samkvæmt New York Times er þetta í fyrsta sinn sem Trump segir fullum fetum að honum sé alvara um að vilja mögulega þriðja kjörtímabilið, þó hann hafi ítrekað talað um það áður. Í viðtalinu í gær var hann sérstaklega spurður út í þessa brandara sína að undanförnu og þá tók hann fram að hann væri ekki að grínast. Trump fer oft fögrum orðum um einræðisherra og alræðisstjórnir í heiminum og hefur verið sakaður um einræðistilburði á undanförnum vikum. Eftir viðtalið í gær ítrekaði talsmaður Trumps að forsetinn væri upptekinn við núverandi kjörtímabil og of snemmt væri að segja til um það þriðja. Steven Cheung, talsmaðurinn, sagði yfirgnæfandi meirihluta kjósenda þó styðja Trump og stefnumál hans. Trump var spurður út í ummælin í forstaflugvél hans í gærkvöldi. Þá sagðist hann ekki vilja tala um það en staðhæfði að mjög margir héldu því fram að hann yrði að bjóða sig aftur fram.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira