ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 12:38 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir að ná málamiðlun um loftslagsmarkmið sambandsins. Vísir/EPA Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag. Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag.
Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira