ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 12:38 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir að ná málamiðlun um loftslagsmarkmið sambandsins. Vísir/EPA Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag. Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag.
Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira