Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. mars 2025 21:00 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum. Reitir Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira