Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Auðun Georg Ólafsson skrifar 27. mars 2025 12:03 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallar æðri máttarvöld svo Bandaríkin gefi ekki allt of mikið eftir í viðræðum við Rússland. EPA Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. Selenskí ræddi við hóp evrópskra fréttamanna í aðdraganda leiðtogafundar bandalags viljugra ríkja til stuðnings Úkraínu sem hefst í París í dag. Viðtalið var birt á BBC. Þar sagðist hann vonast til að Bandaríkin stæðu styrkum fótum og létu ekki undan þrýstingi Rússlands um margskonar skilyrði gegn vopnahléi sem næði til flutninga á Svartahafi. Hann vonaði að Bandaríkin stæðu fast á sínu og bað til Guðs um að það gengi eftir. „Ef Bandaríkin standa styrkum fótum og gagnvart skilyrðum Rússlands þá stöndum við og verjum okkar land. Við höfum sýnt seiglu okkar. Nú er mjög mikilvægt að bandamenn okkar sýni einnig styrk sinn og seiglu,“ sagði Selenskí sem var þá spurður hvort Bandaríkin munu gera það. „Ég vona það. Ef Guð lofar, þá gera þeir það.“ Leiðtogafundur í París Á leiðtogafundi bandalags viljugra ríkja, tæplega þrjátíu Evrópuríkja auk Kanada og Tyrklands sem hefst í dag, er tilgangurinn að ræða leiðir til að styrkja öryggi Úkraínu. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, situr fundinn fyrir hönd Íslands. Ræða á leiðir hvernig þétta megi bandalagið og frekari öryggisráðstafanir fyrir Úkraínu ef Bandaríkin semja beint við Rússland um vopnahlé eða frið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Selenskí ræddi við hóp evrópskra fréttamanna í aðdraganda leiðtogafundar bandalags viljugra ríkja til stuðnings Úkraínu sem hefst í París í dag. Viðtalið var birt á BBC. Þar sagðist hann vonast til að Bandaríkin stæðu styrkum fótum og létu ekki undan þrýstingi Rússlands um margskonar skilyrði gegn vopnahléi sem næði til flutninga á Svartahafi. Hann vonaði að Bandaríkin stæðu fast á sínu og bað til Guðs um að það gengi eftir. „Ef Bandaríkin standa styrkum fótum og gagnvart skilyrðum Rússlands þá stöndum við og verjum okkar land. Við höfum sýnt seiglu okkar. Nú er mjög mikilvægt að bandamenn okkar sýni einnig styrk sinn og seiglu,“ sagði Selenskí sem var þá spurður hvort Bandaríkin munu gera það. „Ég vona það. Ef Guð lofar, þá gera þeir það.“ Leiðtogafundur í París Á leiðtogafundi bandalags viljugra ríkja, tæplega þrjátíu Evrópuríkja auk Kanada og Tyrklands sem hefst í dag, er tilgangurinn að ræða leiðir til að styrkja öryggi Úkraínu. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, situr fundinn fyrir hönd Íslands. Ræða á leiðir hvernig þétta megi bandalagið og frekari öryggisráðstafanir fyrir Úkraínu ef Bandaríkin semja beint við Rússland um vopnahlé eða frið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira