Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 15:01 Benoný Breki Andrésson var á skotskónum fyrir Ísland í dag. Getty/Ben Roberts Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann 6-1 stórsigur gegn Skotlandi í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni í dag. Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Ísland hafði áður unnið lið Ungverja 3-0 á föstudaginn og virðist því á góðri leið undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar sem í þessari ferð var með Ara Frey Skúlason sér til aðstoðar. Liðið byrjar nýja undankeppni EM í september. Benoný Breki Andrésson, markametshafinn í efstu deild á Íslandi og leikmaður Stockport County, skoraði tvö marka Íslands í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 3-0. Benoný skoraði fyrst á 24. mínútu eftir snarpa skyndisókn og undirbúning Róberts Frosta Þorkelssonar og Hauks Andra Haraldssonar. Haukur lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Eggert Aron Guðmundsson sem lyfti boltanum skemmtilega upp í teignum og smellti honum í vinstra hornið. Seinna mark Benonýs kom svo rétt fyrir hálfleik þegar hann skoraði eftir hornspyrnu Jóhannesar Kristins Bjarnasonar. Haukur, Hilmir og Helgi skoruðu í seinni Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Skotar muninn með skallamarki en á eftir fylgdu þrjú íslensk mörk til viðbótart. Haukur Andri, sem spilar með ÍA í sumar eftir að hafa kvatt bróður sinn hjá Lille, skoraði á 58. mínútu eftir sendingu frá Benoný. Dagur Örn Fjeldsted fann svo Hilmi Rafn Mikaelsson sem skoraði fimmta markið úr teignum og það var síðan Jóhannes sem innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Helga Fróða Ingasyni á 82. mínútu. Íslensku strákarnir byrja svo undankeppni EM á leikjum við Færeyjar og Eistland í september en eru einnig í riðli með Sviss, Frakklandi og Lúxemborg.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58 KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Jöfn að stigum og spila upp á stoltið UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Sjá meira
Hinrik skoraði í fyrsta landsleik og Ísland skellti Ungverjum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann frábæran 3-0 sigur gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik á Pinatar Arena, nærri Torrevieja á Spáni, í dag. 21. mars 2025 14:58
KR á flesta í U21-hópi Íslands Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U21 liðs karla, hefur valið hópinn sem leikur vináttuleiki gegn Ungverjum 21. mars og gegn Skotum 25. mars. 12. mars 2025 15:45