„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2025 10:32 Albert Brynjar gagnrýnir val Arnar Gunnlaugssonar á landsliðshópnum fyrir síðasta verkefni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira