„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2025 10:32 Albert Brynjar gagnrýnir val Arnar Gunnlaugssonar á landsliðshópnum fyrir síðasta verkefni. Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira
Ísland er fallið niður í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagt 5-2 tap gegn Kósovó í tveggja leikja einvígi. Um var að ræða fyrstu tvo landsleikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. „Leikurinn byrjaði vel og við komumst strax yfir. En um leið og Kósovar komust í sitt skipulag náðu þeir öllum tökum á leiknum,“ segir Albert. Athygli vakti í leiknum í Murcia á sunnudaginn að Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson léku báðir ekki í sinni náttúrulegu stöðu, í vinstri bakverði og í hjarta varnarinnar. „Stefán Teitur sem er vanur að spila stöðu miðjumanns eða upp yngri flokkanna sem miðherji, að vera settur í tveggja hafsenta kerfi er gríðarlega krefjandi. Síðan ert þú með miðjumann þarna líka vinstra megin svo að tveir af fjórum eru ekki varnarmenn. Síðan það stóra í þessu þegar Valgeir [Lundal] meiðist þá kemur Bjarki Steinn [Bjarkason] inn í hægri bakvörðinn og hann er í grunninn kantari og spilar vængbakvarðarstöðu. Þannig að þrír af öftustu fjórum eru ekki varnarmenn, ekki þeirra náttúrulega staða.“ Viljum Arnar hvernig hann endaði með Víkinga Albert segir að nálgun Arnars Gunnlaugssonar í leiknum hafi að vissu leyti verið barnaleg. „Það er mikið talað um fyrstu tvö árin hjá Arnari með Víkingum. Við viljum fá Arnar hvernig hann endaði hjá Víkingum. Hans nálgun þar. Ekki upphafið. Ég held við getum líka horft á hópinn sem hann velur. Hann skilur til dæmis eftir Hjört Hermannsson sem er á besta aldri að spila níutíu mínútur með sínu félagsliði. Hann hefur verið að spila vel með landsliðinu þegar hann hefur fengið kallið. Hann talaði mikið um það þegar hann var ráðinn að fá inn þessa gömlu karla aftur. Ég held að hann þurfi að horfa núna í það að mögulega er kominn tími á nýja leikmenn, eins og Hlynur Freyr [Karlsson] og þessir strákar í U-21, og leikmaður eins og Hjörtur.“ Á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið talaði Lárus Orri Sigurðsson um að mögulega væri kominn tími á leikmennina sem fóru með Ísland á tvö stórmót. „Ég var sammála ræðunni hjá Lárusi Orra og mér fannst hún góð. Auðvitað fyrir þetta verkefni með Aron Einar [Gunnarsson] hefðu flestir tippað að hann myndi spila kannski annan leikinn. Arnar var ekki að búast við því að þurfa kalla á hann inn í seinni leikinn. Sem kemur aftur inn á það með hópinn að hann velur allt of fáa varnarmenn. En hann þarf að kalla hann inn á því að Stefáns Teits tilraunin gekk ekki. Aron í svona stóru hlutverki, það er búið. Ég er ekki að segja að mér finnist hans landsliðsferill búinn. En að hann sé lykilmaður og spili 90 mínútur og kallaður inn af bekknum í næsta leik, við getum ekki verið að treysta það mikið á hann.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Sjá meira