Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. mars 2025 23:19 Tollastríð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur sett kanadíska pólitík í uppnám. Frjálslyndi flokkurinn hefur hagnast mjög á yfirlýsingum Bandaríkjaforseta á kostnað Íhaldsmanna. Getty Boðað hefur verið til þingkosninga í Kanada þann 28. apríl. Leiðtogar tveggja stærstu flokkana, Frjálslynda flokksins og Íhaldsflokksins, hafa lýst því yfir að Donald Trump Bandaríkjaforseti þurfi að virða fullveldi landsins. Tollastríð Bandaríkjana hefur sett allt úr skorðum í kanadískri pólitík. Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith. Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, boðaði til kosninganna á blaðamannafundi síðdegis. Carney tók við sem leiðtogi Frjálslynda flokksins af Justin Trudeau 9. mars og við embætti forsætisráðherra þann 14. mars. Sjá einnig: Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Í ræðu Carney á blaðamannafundinum fór mikið fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hótunum hans og tollahækkunum á hendur Kanada. „Við stöndum frammi fyrir stærstu krísu á líftíma okkar vegna tilhæfulausra tollahækkana Trump Bandaríkjaforseta og hótana hans gegn fullveldi okkar,“ sagði Carney. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði hann einnig. Tollastríð Trump sett allt úr skorðum Allt stefndi í að Frjálslyndi flokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur Kanada og farið með stjórn landsins frá 2015, myndi gjalda afhroð í kosningum seinna í ár þar til Trump lýsti yfir tollastríði. Trump hefur ítrekað lýst því yfir að Kanada ættu að verða 51. ríki Bandaríkjanna. Yfirlýsingarnar hafa ekki mælst vel hjá Kanadabúum og hafa þær leitt til bæði aukinnar þjóðerniskenndar meðal landsmanna og aukins stuðnings við Frjálslynda flokkinn. Framundan er 37 daga kosningabarátta þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsmenn munu fyrst og fremst berjast um sigurinn. Annar hvor þeirra flokka mun mynda nýja ríkisstjórn hvort sem hann mun gera það einn eða með stuðningi minni flokks. Íhaldsmenn höfðu framan af kjörtímabilinu einblínt á óvinsældir Trudeau, sem hrapaði í vinsældum eftir að matarkostnaður og húsnæðiskostur rauk upp. Eftir afsögn Trudeau og innkomu Carney er búið að slá það spil úr höndum þeirra. Búist er við því að yfirvofandi tollahækkanir Bandaríkjanna á kanadískt stál, ál og aðrar vörur og hvernig kanadískir stjórnmálamenn ætli að bregðast við því muni ráða atkvæðum kjósenda. Carney hefur lýst því yfir að Kanadabúar hafi val á milli „kanadísks Trump eða ríkisstjórnar sem sameinar þjóðina.“ Ætlar að standa í hárinu á Trump Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, er helsti keppinautur Carney en hann er reyndur pólitíkus og hefur setið á kanadíska þinginu frá 2004. Öfugt við Frjálslynda stefndi í stórsigur þeirra í næstu kosningum þar til hótanir Trump settu allt úr skoðrum. Polievre hefur lýst því yfir að hann ætli að standa gegn Trump fyrir fullveldi landsins. Pierre Polievre hefur verið lýst sem popúlista en hann ætlar að setja Kanada í fyrsta sæti.Getty „Ég mun krefjast þess að forsetinn viðurkenni sjálfstæði og fullveldi Kanda. Ég mun krefjast þess að hann hætti tollum á landið okkar,“ sagði Poilievre þegar hann ræsti kosningabaráttu sína. Danielle Smith, forsætisráðherra Alberta-fylki og flokkssystir Poilievre, lýsti því hins vegar yfir í nýlegu viðtali að Poilievre væri „mjög í takt“ við nýja pólitíska strauma í Bandaríkjunum. „Innihald viðtalsins er mjög slæmt fyrir Íhaldsmenn því það styrkir frásögn Frjálslyndra um Pierre Poilievre og meinta hugmyndafræðilega nánd hans við Donald Trump,” sagði Daniel Béland, stjórnmálafræðiprófessor við McGill-háskóla í Montreal um yfirlýsingar Smith.
Kanada Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira