Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 20:23 Ólöf Björnsdóttir segist hafa sent erindið til forsætisráðherra í trúnaði. Skjáskot/RÚV Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21
„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27
Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59