Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 22. mars 2025 22:03 Frá aldamótum hefur verið skilti á þessum stað við Hvalfjarðargöngin. Frá 2023 hefur skiltið verið með led-skjám. Nú hefur eigendum verið gert að taka það niður. Vísir/Sigurjón Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Við Hvalfjarðargöngin hefur staðið skilti í að verða 25 ár en nýverið var því breytt í ljósaskilti án tilskildra leyfa og hefur sveitarfélagið krafist þess að það verði fjarlægt. Árið 2000 var fyrst gefið vilyrði fyrir uppsetningu á skilti við göngin en skilyrði fyrir því voru hins vegar aldrei uppfyllt og leyfið aldrei gefið út. Þrátt fyrir það var skiltið reist og stendur enn. Svo vildu eigendur skipta því út fyrir led-ljósaskilti. „Það var síðan árið 2022 komu í tvígang beiðnir til sveitarfélagsins um að gefa leyfi fyrir skiltinu, því var í tvígang hafnað hjá sveitarfélaginu á grundvelli reglna sem gilda um skilti hjá Hvalfjarðarsveit,“ sagði Jökull Helgason, deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar í Hvalfjarðarsveit, í samtali við fréttastofu. Árið eftir reis engu að síður nýtt ljósaskilti. Byggingafulltrúi krafðist þess að slökkt yrði á skiltinu og það fjarlægt og lagði einnig á dagsektir. Eigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti í megindráttum niðurstöðu byggingafulltrúa. Jökull Helgason hefur gert eigendunum að taka skiltið niður.Vísir/Sigurjón „Það liggur þá fyrir að framfylgja þeim kröfum sem byggingafulltrúi hefur gert og úrskurðarnefndin hefur staðfest, sem eru þá að slökkva á skiltinu sem svona fyrsta skref og svo í framhaldinu að hvetja forráðamenn skiltisins til þess að fjarlægja það. Svo eru það þessar dagssektir, 150 þúsund krónur á dag, sem koma til með að leggjast á verkið ef ekki verður farið að þessum tilmælum,“ sagði Jökull. Eigendur skiltisins vildu ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins.
Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðargöng Auglýsinga- og markaðsmál Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira