Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Tómas Arnar Þorláksson, Eiður Þór Árnason og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 20. mars 2025 18:43 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra og þingmaður Flokks fólksins hefur sagt af sér ráðherraembætti. Fyrr í kvöld var greint frá því að hún hefði átt í sambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilti sem hún leiðbeindi í trúarsöfnuði. Þau eignuðust svo barn saman ári síðar. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Hún ætlar að sitja áfram á þingi. Ásthildur segir sambandið hafa verið mistök í ungdómi og hún vilji ekki að þetta skyggi á þau mál sem unnið er að í ráðuneytinu og á vegum ríkisstjórnarinnar. Það sé erfiðara en orð fá lýst að segja skilið við mennta- og barnamálaráðuneytið. Umræddur barnsfaðir heitir Eiríkur Ásmundsson en hann hefur sakað Ásthildi um tálmun og að hafa þannig komið í veg fyrir að hann gæti umgengist son sinn líkt og hann hefði kosið. Ásthildur hafnar þessu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann. Hún biður fólk um að átta sig á því að hún sé ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan og það breytist ýmislegt á þeim tíma og ég hefði örugglega tekið öðruvísi á við þessi mál í dag heldur en ég hafði hæfni og þroska til þegar ég var 22 ára gömul.“ Voru þetta þá mistök í ungdómnum? „Já, ég held að það verði að segja það.“ Leiðbeindi honum í trúarsöfnuði Ásthildur og Eiríkur kynntust þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi. RÚV greindi frá því að hann hafi komið af brotnu heimili og því leitað í trúarsöfnuðinn. Þegar hún er spurð út í það hvernig samband þeirra bar að segir Ásthildur að hann hafi sótt mjög í sig, verið hrifinn af henni og aðgangsharður. „Fyrir rest réð ég ekki við ástandið eins og það var.“ Erfitt að koma réttri sögu á framfæri Ásthildur segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið tjáð að kona henni ókunnug hafi haft samband við forsætisráðuneytið og beðið um fund. Henni hafi orðið illa við þegar hún heyrði af erindinu. „Ég geri mér grein fyrir hvernig hægt er að matreiða svona, hvernig þetta lítur út, og það er mjög erfitt að koma réttri sögu á framfæri í fréttum í dag þegar mál standa svona.“ Þá hafi hún reynt að komast að því hvaða kona þetta væri og hvað hún vildi. Hún telji hana vera fyrrverandi tengdamóður barnsföður síns. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag og við vitum að svona mál, ef að ég væri áfram ráðherra, væri dregið upp aftur og aftur og aftur og aftur og það yrði í rauninni aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ásthildur. Finnst þér þetta ósanngjarnt? „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Vistaskipti Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára gömul og var í sambandi við mann sem var mun yngri en ég, sextán ára,“ segir Ásthildur í samtali við fréttastofu um ástæðu afsagnarinnar. Hún ætlar að sitja áfram á þingi. Ásthildur segir sambandið hafa verið mistök í ungdómi og hún vilji ekki að þetta skyggi á þau mál sem unnið er að í ráðuneytinu og á vegum ríkisstjórnarinnar. Það sé erfiðara en orð fá lýst að segja skilið við mennta- og barnamálaráðuneytið. Umræddur barnsfaðir heitir Eiríkur Ásmundsson en hann hefur sakað Ásthildi um tálmun og að hafa þannig komið í veg fyrir að hann gæti umgengist son sinn líkt og hann hefði kosið. Ásthildur hafnar þessu í samtali við Tómas Arnar Þorláksson fréttamann. Hún biður fólk um að átta sig á því að hún sé ekki sama manneskjan í dag og þegar hún var 22 ára. „Það eru 36 ár síðan og það breytist ýmislegt á þeim tíma og ég hefði örugglega tekið öðruvísi á við þessi mál í dag heldur en ég hafði hæfni og þroska til þegar ég var 22 ára gömul.“ Voru þetta þá mistök í ungdómnum? „Já, ég held að það verði að segja það.“ Leiðbeindi honum í trúarsöfnuði Ásthildur og Eiríkur kynntust þegar hún leiddi unglingastarf í trúarsöfnuðinum Trú og líf við Smiðjuveg í Kópavogi. RÚV greindi frá því að hann hafi komið af brotnu heimili og því leitað í trúarsöfnuðinn. Þegar hún er spurð út í það hvernig samband þeirra bar að segir Ásthildur að hann hafi sótt mjög í sig, verið hrifinn af henni og aðgangsharður. „Fyrir rest réð ég ekki við ástandið eins og það var.“ Erfitt að koma réttri sögu á framfæri Ásthildur segir í samtali við fréttastofu að henni hafi verið tjáð að kona henni ókunnug hafi haft samband við forsætisráðuneytið og beðið um fund. Henni hafi orðið illa við þegar hún heyrði af erindinu. „Ég geri mér grein fyrir hvernig hægt er að matreiða svona, hvernig þetta lítur út, og það er mjög erfitt að koma réttri sögu á framfæri í fréttum í dag þegar mál standa svona.“ Þá hafi hún reynt að komast að því hvaða kona þetta væri og hvað hún vildi. Hún telji hana vera fyrrverandi tengdamóður barnsföður síns. „Við vitum það hvernig fréttir eru í dag og við vitum að svona mál, ef að ég væri áfram ráðherra, væri dregið upp aftur og aftur og aftur og aftur og það yrði í rauninni aldrei neinn vinnufriður fyrir ríkisstjórnina og ekki heldur í málefnunum sem ég brenn fyrir í menntamálaráðuneytinu,“ segir Ásthildur. Finnst þér þetta ósanngjarnt? „Já, ég verð að segja að mér finnst það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Vistaskipti Barnamálaráðherra segir af sér Tengdar fréttir Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 23 ára Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við fimmtán ára pilt þegar hún var sjálf 22 ára og eignaðist með honum son einu ári síðar. Faðirinn sakar hana um tálmun en segist samt hafa verið rukkaður um meðlag. Barnið fæddist fyrir rúmlega þremur áratugum. 20. mars 2025 18:09