Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Aron Guðmundsson skrifar 20. mars 2025 08:31 Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson er einn sjö leikmanna Íslands sem er á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó. Það eru samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur milli liðanna sem skera úr um hvort liðið tekur sæti í B-deildinni. Sigurliðið fer í B-deild, tapliðið mun leika í C-deild frá og með næsta tímabili. Leikur kvöldsins er fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hann er meðvitaður um þá staðreynd að margir leikmenn liðsins séu á hættusvæði er varðar leikbann vegna gulra spjalda en aðeins þarf til tvö gul spjöld í Þjóðadeildinni svo leikmenn fái eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Leikmennirnir sjö sem myndu ekki geta tekið þátt í seinni leik liðanna í Murcia á sunnudaginn kemur fái þeir gult spjald í kvöld eru landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson, Arnór Ingvi Traustason, markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, Mikael Egill Ellertsson, Andri Lucas Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Aðspurður á blaðamannafundi hvort kæmi til greina að taka inn nýjan leikmann í hópinn í ljósi meiðsla Mikaels Neville Anderson nefndi Arnar landsliðsþjálfari leikmennina sem eru á hættusvæði. „Það eru nokkrir leikmenn sem eiga hættu á að fara í leikbann og svo veit maður aldrei hvað gerist varðandi meiðsli. Við áskiljum okkur þann rétt að kalla inn leikmenn ef þurfa þykir," sagði Arnar en það yrði þá í fyrsta lagi eftir leik kvöldsins. Það er uppselt á leik Kósovó og Íslands í Pristina í kvöld. Völlurinn tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta. Klukkan korter yfir sjö hefst hins vegar upphitunarþáttur.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40 Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. 19. mars 2025 17:32
Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. 19. mars 2025 15:47
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. 19. mars 2025 08:40