Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 16:25 Jón Pétur Zimsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. „Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“ Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“
Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49