Má bera eiganda Gríska hússins út Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 11:30 Frá aðgerðum lögreglu í Gríska húsinu síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira