„Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 23:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir verið að taka skref í átt að nýju fangelsi að Stóra-Hrauni. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir að verið sé að stíga skref í dómsmálaráðuneytinu sem miða að því að byggja nýtt fangelsi á Stóra-Hrauni. Því „ófremdarástandi sem teiknaðist upp á vakt Sjálfstæðisflokksins“ muni þá ljúka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort ekki stæði til að halda áfram með uppbyggingu fangelsisins á Stóra-Hrauni sem Framkvæmdasýsla ríkiseigna hefur lagt grunninn að. Það var Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði og sagði að þegar væri búið að gera ráð fyrir uppbyggingu nýs fangelsis í fjármálaáætlun. Nýtt fangelsi straumhvörf í íslensku fullnustukerfi Fangelsið nýja yrði að sögn Guðrúnar að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða og gæti hýst allt að hundrað fanga jafnframt sem mögulegt væri að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Hún segir að fullyrða megi að uppbygging fangelsis á Stóra-Hrauni muni valda straumhvörfum í íslensku fullnustukerfi. Fangelsismál vanrækt Þorbjörg segir í svari sínu við fyrirspurn Guðrúnar að fangelsismálin hefðu verið vanrækt á tíma Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. „Staðreyndin er sú að fangelsismálin, rétt eins og löggæslan í landinu og margir grundvallarmálaflokkar; grunnþjónustan í landinu, frumskylda ríkisins, mættu afgangi. Þeir mættu afgangi vegna þess að útlendingamálin tóku allan tíma síðustu ríkisstjórnar. Staðan var svo slæm í íslensku samhengi að dómar, jafnvel í alvarlegum sakamálum, fyrndust,“ segir hún. Dökk skýrsla Ríkisendurskoðunar Hún bendir jafnframt á „dökka skýrslu“ frá Ríkisendurskoðun sem sýni fram á það að menn hafi verið dæmdir fyrir alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot en voru ekki kallaðir til afplánunar dóma þeirra vegna þess að fangelsismálin hafi verið í slíkum ólestri í mörg ár. „Ég held að ég sé búin að vera í embætti núna í einhverjar sjö, átta vikur og er farin að skoða fangelsismálin og forveri minn í dómsmálaráðuneytinu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að uppbygging þar sé ekki áfram í kortunum,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira