Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. mars 2025 21:14 Logi Már Einarsson menningarráðherra segir þjóðina verða að átta sig á því að hún búi í fjölbreyttara landi en áður fyrr. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra. Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, brigslaði Loga Má um linkind í málum íslenskrar tungu og spurði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort til stæði að lögfesta íslensku og pólsku til hliðar við íslenskuna í ljósi þess að enska og pólska sé áberandi í upplýsingamiðlun opinberra stjórnsýslueininga. Logi Már svaraði því neitandi en tók þó fram að hann hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla nauðsynlegum upplýsingum um til að mynda borgaraleg réttindi þeirra og kjaramál á máli sem væri þeim skiljanlegt, ensku eða pólsku til dæmis. „Það sem ég var að meina var að það er sjálfsagt að fjölmiðlar og opinberar stofnanir og aðrir birti upplýsingar líka á öðrum tungumálum til þess að tryggja að fólk sem hér býr geti notað réttindi sín. Það eru fjöldamargir sem hér búa sem geta kosið í sveitarstjórnum og ná ekki íslensku eins og við innfæddir,“ segir hann. Skilur áhyggjur fólks Logi segir það ljóst að setja þyrfti allan kraft í það að kenna íbúum landsins með annað móðurmál íslensku en að staðreyndin sé sú að ekki muni allir læra hana og hvað þá frá fyrsta degi. Hann leggi sig sjálfur fram við að tala við erlent starfsfólk hinna ýmsu stofnana á íslensku og að oft fái hann svar á ensku. Íslenskuhæfni náist smám saman og með umburðarlyndið að vopni. „Ég skil að fólk hafi áhyggjur af íslenskunni en hins vegar snýst þetta líka um að íslenskt samfélag er fjölbreyttara heldur en það var og lágmarksupplýsingar um réttindi sem þú átt sem þú getur ekki aflað þér öðruvísi en gegnum ensku, pólsku eða annað. Mér finnst ekki óeðlilegt að því sé miðlað,“ segir Logi Már. Gildir þetta umburðarlyndi fyrir fjölbreytni líka um tungumálanotkun stjórnsýslunnar? „Alls ekki. Íslenska á bara að vera málið. Við höfum tvö tungumál á Íslandi, það er íslenska og íslenskt táknmál. Hitt er meira til að tryggja að fólk missi ekki af þeim réttindum sem það á,“ segir Logi. „Ég held að flestir fjölmiðlar séu farnir að birta litlar klausur á pólsku eða ensku og ég geri engar athugasemdir við það. Ég hvet skattinn eða þá aðila sem ber að upplýsa um réttindi sem þú hefur að gefa kost á því á öðrum tungumálum. Það er ekkert að því. Það grefur ekki undan íslenskunni,“ segir hann. „Allir verða að koma til móts við alla“ Hann segir forgangsröðun stjórnvalda skýr. Íslenska eigi alls staðar að vera í öndvegi. Það sé þó sjálfsögð kurteisi að veitingastaðir bjóði til að mynda upp á matseðla á íslensku og ensku og að boðið sé upp á enskar þýðingar í upplýsingamiðlun um borgaraleg réttindi og annað slíkt. „Við tölum sérstaklega um það að það eigi að leggja rækt við íslensku. Fyrsta er að tryggja það að fólk hafi möguleika á að læra hana og við eigum að vera dugleg að finna leiðir til að hjálpa fólki við að læra íslensku. Við þurfum líka að vera miklu duglegri við að vera með áhugaverða hluti fyrir fólk á íslensku þannig að það kynnist málinu á náttúrlegan hátt. Það eru fjölmargar aðferðir sem við viljum ráðast í og bókmenntastefnan er ágætisleið til þess meðal annars,“ segir Logi. „Við verðum að átta okkur á því að við lifum núna í samfélagi þar sem 20 prósent íbúa tala ekki eins góða íslensku og við. Það þarf bara lagni við slíkar aðstæður og allir verða að koma til móts við alla,“ segir hann. Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, brigslaði Loga Má um linkind í málum íslenskrar tungu og spurði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi hvort til stæði að lögfesta íslensku og pólsku til hliðar við íslenskuna í ljósi þess að enska og pólska sé áberandi í upplýsingamiðlun opinberra stjórnsýslueininga. Logi Már svaraði því neitandi en tók þó fram að hann hvatti fjölmiðla og opinber fyrirtæki til að miðla nauðsynlegum upplýsingum um til að mynda borgaraleg réttindi þeirra og kjaramál á máli sem væri þeim skiljanlegt, ensku eða pólsku til dæmis. „Það sem ég var að meina var að það er sjálfsagt að fjölmiðlar og opinberar stofnanir og aðrir birti upplýsingar líka á öðrum tungumálum til þess að tryggja að fólk sem hér býr geti notað réttindi sín. Það eru fjöldamargir sem hér búa sem geta kosið í sveitarstjórnum og ná ekki íslensku eins og við innfæddir,“ segir hann. Skilur áhyggjur fólks Logi segir það ljóst að setja þyrfti allan kraft í það að kenna íbúum landsins með annað móðurmál íslensku en að staðreyndin sé sú að ekki muni allir læra hana og hvað þá frá fyrsta degi. Hann leggi sig sjálfur fram við að tala við erlent starfsfólk hinna ýmsu stofnana á íslensku og að oft fái hann svar á ensku. Íslenskuhæfni náist smám saman og með umburðarlyndið að vopni. „Ég skil að fólk hafi áhyggjur af íslenskunni en hins vegar snýst þetta líka um að íslenskt samfélag er fjölbreyttara heldur en það var og lágmarksupplýsingar um réttindi sem þú átt sem þú getur ekki aflað þér öðruvísi en gegnum ensku, pólsku eða annað. Mér finnst ekki óeðlilegt að því sé miðlað,“ segir Logi Már. Gildir þetta umburðarlyndi fyrir fjölbreytni líka um tungumálanotkun stjórnsýslunnar? „Alls ekki. Íslenska á bara að vera málið. Við höfum tvö tungumál á Íslandi, það er íslenska og íslenskt táknmál. Hitt er meira til að tryggja að fólk missi ekki af þeim réttindum sem það á,“ segir Logi. „Ég held að flestir fjölmiðlar séu farnir að birta litlar klausur á pólsku eða ensku og ég geri engar athugasemdir við það. Ég hvet skattinn eða þá aðila sem ber að upplýsa um réttindi sem þú hefur að gefa kost á því á öðrum tungumálum. Það er ekkert að því. Það grefur ekki undan íslenskunni,“ segir hann. „Allir verða að koma til móts við alla“ Hann segir forgangsröðun stjórnvalda skýr. Íslenska eigi alls staðar að vera í öndvegi. Það sé þó sjálfsögð kurteisi að veitingastaðir bjóði til að mynda upp á matseðla á íslensku og ensku og að boðið sé upp á enskar þýðingar í upplýsingamiðlun um borgaraleg réttindi og annað slíkt. „Við tölum sérstaklega um það að það eigi að leggja rækt við íslensku. Fyrsta er að tryggja það að fólk hafi möguleika á að læra hana og við eigum að vera dugleg að finna leiðir til að hjálpa fólki við að læra íslensku. Við þurfum líka að vera miklu duglegri við að vera með áhugaverða hluti fyrir fólk á íslensku þannig að það kynnist málinu á náttúrlegan hátt. Það eru fjölmargar aðferðir sem við viljum ráðast í og bókmenntastefnan er ágætisleið til þess meðal annars,“ segir Logi. „Við verðum að átta okkur á því að við lifum núna í samfélagi þar sem 20 prósent íbúa tala ekki eins góða íslensku og við. Það þarf bara lagni við slíkar aðstæður og allir verða að koma til móts við alla,“ segir hann.
Íslensk tunga Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira