Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. mars 2025 16:12 Ungir sem aldnir geta glímt við heyrnarskerðingu. Hún getur verið allt frá mildri heyrnarskerðingu yfir í mjög alvarlega. Vísir/Vilhelm Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar. Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar. Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Greint er frá skýrslu starfshópsins, sem heilbrigðisráðherra skipaði í júlí á liðnu ári, í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að áhersla sé lögð á notendavæna þjónustu sem taki mið af alvarleika heyrnarskerðingar notendanna og að þjónustan sé veitt í samræmi við það á viðeigandi þjónustustigi. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að heyrnarskerðing sé vaxandi sem hafi áhrif á einn af hverjum fimm íbúum landsins. Rúm 60 prósent þeirra sé fólk sem er eldri en 50 ára. „Með hækkandi aldri þjóðarinnar hefur heyrnarskerðing nær tvöfaldast á síðustu 45 árum,“ segir einnig. Um 35 þúsund manns þurfi heyrnarþjónustu eftir fimm ár Tölur um fjölda heyrnarskertra á Íslandi liggi ekki fyrir en gögn úr nýlegri rannsókn um algengi heyrnarskerðingar bendi til þess að um 55 þúsund manns (um 14,3 prósent) séu með væga til mjög alvarlega heyrnarskerðingu. Af þeim fjölda séu um tólf þúsund manns með miðlungs til alvarlega heyrnarskerðingu og um 800 manns með alvarlega eða mjög alvarlega heyrnarskerðingu. „Reiknað er með að hérlendis muni um 35.000 manns þurfa á einhvers konar heyrnarþjónustu að halda árið 2030, einkum aldraðir,“ segir í tilkynningunni. Huga þurfi sérstaklega að þeim hópum sem eru með mikla heyrnarskerðingu og þurfa á samþættri sérfræðiþjónustu að halda. Um sjö prósent landsmanna þarfnist sértækra úrræða. Heyrnarskert börn í áttatíu gunnskólum landsins Starfshópurinn leggur áherslu á að við framkvæmd heyrnarþjónustu þurfi að huga að þáttum eins og búsetu og aðgengi að sérfræðiþjónustu. Bent sé á að um sjö prósent íbúa landsins séu með það mikla heyrnarskerðingu að hún krefjist sérstakra úrræða, heyrnar- og/eða hjálpartækja, eða annarrar þjónustu. Þeir dreifist um allt landið. „Stærsti einstaki hópurinn eru aldraðir einstaklingar með aldurstengt heyrnartap, en mikilvægt sé að huga að öðrum hópum sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heyrnarskerðingar eða heyrnarleysis. Til að mynda eru heyrnarskert börn í tæplega 80 grunnskólum vítt og breitt um landið,“ segir í tilkynningunni. Að mati hópsins sé mikilvægt að tryggja aðgengi að grunnþjónustu í nærumhverfi, meðal annars í formi fræðslu, ráðgjafar og skimunar.
Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira