Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2025 13:32 George Simion, leiðtogi næststærsta flokks Rúmeníu, fékk framboð sitt staðfest. Hann og annar fulltrúa hægri jaðarsins höfðu ákveðið að annar þeirri viki ef þeir kæmust báðir á kjörseðilinn. AP/Vadim Ghirda Frambjóðanda öfgahægrisins er spáð sigri í fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu sem verða endurteknar í maí. Kannanir benda engu að síður til þess að miðjumaður hefði sigur í seinni umferð kosninganna hver sem mótframbjóðandi hans væri. Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar. Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Forsetakosningarnar verða endurteknar 4. og 18. maí í kjölfar þess að hæstiréttur Rúmeníu ógilti kosningarnar sem fóru fram í desember. Stjórnvöld í Kreml voru sökuð um að hafa reynt að hafa áhrif á kosningarnar til þess að hjálpa Calin Georgescu, frambjóðanda ysta hægrisins, sem var með forskot í skoðanakönnunum. Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Tveir harðlínumenn af hægri jaðrinum gáfu kost á sér í stað Georgescu og gerðu með sér samkomulag um að annar stigi til hliðar ef framboð þeirra beggja yrði samþykkt. Yfirkjörstjórn hefur nú samþykkt framboð bæði George Simion og Önumaríu Gavrila. Reuters-fréttastofan segir að þau hafi enn ekki ákveðið hvort þeirra dregur sig í hlé. Simion er leiðtogi næststærsta flokks landsins, Bandalags um sameiningu Rúmena. Hann sætir nú sakamálarannsókn fyrir að æsa til ofbeldis í kjölfar þess að Georgescu var bannað að bjóða sig fram aftur. Hann neitar sök og segir rannsóknina eiga sér pólitískar rætur. Simion hlaut 13,8 prósent atkvæða og hafnaði í fjórða sæti í kosningunum í desember. Hann er mikill aðdáandi sitjandi Bandaríkjaforseta. Gavrila er leiðtogi Flokks unga fólksins. Bæði studdu þau framboð Georgescu og hafa líkt og hann haldið uppi hörðum þjóðernisáróðri. Skoðanakannanir benda til þess að hvort þeirra sem er gæti fengið rúm 30 prósent atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Nicusor Dan, borgarstjóri höfuðborgarinnar Búkarest af miðju rúmenskra stjórnmála, sigraði líklega hvort þeirra sem hann mætti í seinni umferð. Hallir undir Kreml Hægrijaðarflokkar Rúmeníu eru almennt hallir undir Rússland í utanríkismálum og eru á móti því að styðja varnir nágrannaríkisins Úkraínu. Fyrir vikið eru það ekki aðeins rússnesk stjórnvöld sem hafa reynt að hlutast til um kosningarnar í Rúmeníu heldur fulltrúar ófrjálslyndra afla í vestrænum ríkjum, þar á meðal Elon Musk, ríkasti maður heims og nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Á meðal þess sem Simion hefur talað um í kosningabaráttunni er að sameinast nágrannaríkinu Moldóvu. Honum er fyrir vikið bannað að ferðast til landsins. Þá er hann ekki velkominn í Úkraínu en þarlend stjórnvöld telja Simion öryggisógn, að sögn AP-fréttastofunnar.
Rúmenía Tengdar fréttir Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50 Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar. 9. desember 2024 14:50
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52