Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 10:21 Matteo Marchetti dómari leiksins sendi Dele Alli snemma í sturtu í leiknum á móti AC Milan í gær. Getty/Jonathan Moscrop Enski knattspyrnumaðurinn Deli Alli lék sinn fyrsta knattspyrnuleik í 748 daga í gærkvöldi en kvöldið endaði snemma og illa fyrir þessa fyrrum vonarstjörnu enska fótboltans. Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira
Alli er nú kominn til ítalska félagsins Como til að reynda endurvekja feril sinn. Hann hafði verið á bekknum í tveimur leikjum á undan en kom inn á völlinn í leik Como á móti AC Milan. Alli var hins vegar aðeins búinn að vera inn á vellinum níu mínútur þegar hann fékk rauða spjaldið fyrir brot á Ruben Loftus-Cheek. Alli fékk reyndar fyrst gula spjaldið en myndbandsdómarar gerðu athugasemd við það og gula spjaldinu var breytt í rautt. Kyle Walker, leikmaður AC Milan og fyrrum liðsfélagi Alli hjá Tottenham Hotspur, virtist reyna að biðja dómarann um að hlífa Alli við rauða spjaldinu. Cesc Fabregas, knattspyrnustjóri Como, fékk einnig rautt spjald fyrir mótmæli í kjölfarið á rauða spjaldinu hans Deli Alli. „Deli Alli er markaskorari. Ég reyndi að gefa honum tækifæri. Þetta voru alvarleg mistök hjá reyndum leikmanni. Þetta var augljóst rautt spjald. Hann brást liðinu þegar við áttum möguleika á því að jafna þetta í 2-2,“ sagði Cesc Fabregas. AC Milan vann leikinn 2-1. Alli er nú 28 ára gamall og skrifaði undir átján mánaða samning við Como í janúar. Þetta var fyrsti leikur hans síðan hann spilaði fyrir tyrkneska liðið Besiktas í febrúar 2023. Alli var á sínum tíma eitt mesta efnið í enska boltanum, lykilmaður í enska landsliðinu sem komst í undanúrslitin á HM 2018 og aðalmaðurinn í ungu Tottenham liði undir stjórn Mauricio Pochettino sem fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2019. Allt fór hins vegar á versta veg fyrir strákinn sem endaði á sex vikna meðferð í Bandaríkjunum árið 2023 eftir að hafa orðið háður svefntöflum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Ítalski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Sjá meira