Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Árni Sæberg skrifar 14. mars 2025 09:21 Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, fór þess á leit við Vilhjálm Árnason að rannsóknarnefnd Alþingis yrði skipuð vegna byrlunarmálsins svokallaða. Vísir Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011. Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011.
Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Sjá meira
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48