Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Árni Sæberg skrifar 14. mars 2025 09:21 Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar, fór þess á leit við Vilhjálm Árnason að rannsóknarnefnd Alþingis yrði skipuð vegna byrlunarmálsins svokallaða. Vísir Lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hefur óskað eftir því við formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis til þess að rannsaka byrlunarmálið svokallaða. Slíkar rannsóknarnefndir hafa örsjaldan verið skipaðar. Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011. Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þetta sagði Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun, en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Vilhjálmur segir að Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, hafi afhent honum öll gögn málsins, þar á meðal ítarlega greinargerð og minnisblað um þau gögn sem lögregla hafði undir höndum við rannsókn málsins. Rannsókn sem Vilhjálmur segir ekki hafa verið lokað vegna skorts á líkum á sakfellingu heldur vegna þess að lögreglu hafi ekki tekist að upplýsa málið. Fá starfsmann til að gera útdrátt Vilhjálmur segir þessi gögn innihalda mikið magn viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga og því hafi hann tekið það upp við nefndina hvort hún vildi fá þessi gögn og rannsaka málið nánar eftir atvikum. Nefndin hafi ákveðið að fá starfsmann nefndarinnar til þess að útbúa útdrátt úr gögnunum sem nefndin muni síðan kynna sér. Í kjölfarið verði tekin ákvörðun hvort og þá hvernig nefndin taki málið fyrir. „Hvort við þyrftum að kalla ráðherra Ríkisútvarpsins til okkar og spyrja út þetta hlutverk [Rúv] og hvort það sé eitthvað í löggjöfinni sem passar ekki upp á réttindi borgarans. Er opinber stofnun að fara út fyrir hlutverk sitt og taka einhverjar ákvarðanir sem þarf að skoða? Það er eitthvað sem við ætlum að ræða en við erum ekki búin að ákveða neitt nákvæmlega. Við getum gert þetta á margan hátt, við getum fengið einhverja gesti og pælt í þessu.“ Langstærsta inngripið að stofna nefnd Vilhjálmur segir að fari svo að nefndin ákveði að taka málið fyrir gæti niðurstaða nefndarinnar orðið ýmiss konar. Niðurstaðan gæti orðið að það sé gloppa í íslenskum lögum og lagt verði til við viðkomandi ráðherra að lögunum yrði breytt. Það sem beiðni Evu sé um sé hins vegar að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar þar sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé „svo tengd ráðherrunum og ráðherrunum sjálfum.“ Hann segir að sú staðreynd að Ríkisútvarpið sé opinbert hlutafélag takmarki verulega valdheimildir nefndarinnar og þannig sé „auðvelda leiðin“ til að stíga inn í málið þyrnum stráð. „Þetta er náttúrulega langstærsta inngripið, að skipa rannsóknarnefnd, sem er eiginlega bara mjög sjaldan gert.“ Þar hefur Vilhjálmur lög að mæla enda hafa, samkvæmt vef Alþingis, aðeins fjórar rannsóknarnefndir Alþingis verið stofnaðar síðan lög um þær voru sett árið 2011.
Byrlunar- og símastuldarmálið Alþingi Tengdar fréttir Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Páll leitar til ríkissaksóknara Páll Steingrímsson fyrrverandi skipstjóri hjá Samherja hefur kært til ríkissaksóknara ákvörðun Lögreglunnar á Norðurlandi að fella niður rannsókn á meintri byrlun, afritun á upplýsingum úr síma og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, staðfestir kæruna við Ríkisútvarpið. 25. október 2024 11:48