Vaktin: Halla kjörin formaður VR Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:40 Halla Gunnarsdóttir er sigurvegari kosninganna um formann VR. Hún hefur setið í embættinu frá því í desember þegar hún tók við af Ragnari Þór Ingólfssyni. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Formannskjör í VR 2025 Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira