Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 10:31 Marco Asensio hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir Aston Villa. ap/Darren Staples Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33
Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35