Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2025 21:05 Mest er ekið á sauðfé og ekki síst í Austur Skaftafellssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum. Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira