Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2025 21:05 Mest er ekið á sauðfé og ekki síst í Austur Skaftafellssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum. Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira