Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2025 14:26 730 tré voru felld í Öskjuhlíðinni í fyrsta áfanga. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun áætlunina og hefur málið verið vísað til staðfestingar borgarráðs. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að aðgerðir séu í samræmi við tilmæli Samgöngustofu frá 17. janúar þar sem óskað var eftir tímasettri aðgerðaáætlun vegna hæstu trjánna í Öskjuhlíð, sem talið sé að geti haft áhrif á flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Í næsta áfanga verða öll tré sem skaga upp í svokallaðan VSS-flöt, eða eiga 50 sentimetra eða minna í að ná upp í flötinn, felld. „Verkið verður unnið af verktaka undir stjórn Reykjavíkurborgar en það er fyrirtækið Tandrabretti sem mun nota sérhæfðar vélar til að fella trén og flytja bolina út úr skóginum. Í þriðja áfanga, sem hefst í mars verða allar greinar hreinsaðar úr skóginum, kurlaðar og komið í farveg. Áætlað er að rúmmál þessa efnis verði um 6.000-7.000 rúmmetrar eftir annan og þriðja áfanga. Öryggisráðstafanir og samráð Unnið verður í samræmi við öryggisstaðla, og svæðið verður afgirt meðan á vinnu stendur. Fylgt verður leiðbeiningum Minjastofnunar, Náttúruverndarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar til að vernda fornminjar og jarðminjar á svæðinu. Samráð hefur verið haft við helstu stofnanir, þar á meðal Náttúruverndarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Skipulagsstofnun, Land og skóg og Minjastofnun, sem gera ekki athugasemdir við framkvæmdina svo fremi sem þess er gætt að raska ekki náttúru- og menningarminjum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíða.Vísir/Vilhelm Endurhönnun svæðisins Samhliða trjáfellingunum verður svæðið endurhannað með það að markmiði að tryggja að Öskjuhlíð haldi sér sem vinsælt útivistarsvæði. Gefa þarf svæðinu tíma til að jafna sig, fylgjast með hvaða gróður kemur upp að sjálfu sér og ráðast í gróðursetningu eftir þörfum. Skipulagt verður hvernig ný rjóður og útivistarsvæði verða mótuð, og sérstök áhersla lögð á dvalarsvæði og fræðslu um náttúru- og menningarminjar á svæðinu. Landslagsarkitekt hefur þegar hafið vinnu við hönnun svæðisins og fyrstu tillögur verða kynntar á næstu mánuðum. Trjáfellingarnar munu hafa áhrif á útlit Öskjuhlíðar, en í stað þéttra grenitrjáa munu opnast rjóður og svæðið fær nýtt útlit með lægri gróðri. Skógurinn mun að hluta endurnýja sig sjálfur, en einnig verður gróður settur niður eftir þörfum. Markmiðið er að tryggja að Öskjuhlíð haldi áfram að vera eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarbúa, með aukinni áherslu á útivist, fræðslu og verndun minja,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Tré Umferðaröryggi Tengdar fréttir Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Sjá meira
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31