Bæjarar unnu 2-0 útisigur á Bayer Leverkusen og Inter vann 2-1 sigur á heimavelli á móti hollenska liðinu Feyenoord.
Bæði liðin voru í góðum málum eftir fyrri leikina þar sem Bayern München vann 3-0 sigur á heimavelli en Internazionale vann 2-0 sigur á útivelli.
Það var markalaust í hálfleik í Þýskalandsslagnum en Harry Kane kom Bayern í 1-0 á 52. mínútu eftir sendingu Joshua Kimmich og þar með voru úrslitin endanlega ráðin.
Kane lagði síðan upp annað markið fyrir Alphonso Davies á 71. mínútu og staðan var þá orðin 5-0 samanlagt. Það urðu lokatölurnar.
Það var aðeins meiri spennan í hinum leiknum en ekki mikið meiri samt.
Marcus Thuram kom Inter í 1-0 strax á áttundu mínútu og voru Ítalirnir þá komnir þremur mörkum yfir samanlagt.
Jakub Moder jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu þremur mínútum fyrir hálfleik en Inter náði aftur forystunni með marki Hakan Calhanoglu úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Það reyndist síðan vera sigurmarkið í leiknum og Inter vann 4-1 samanlagt.