Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:14 Bjarni Þór og Halla eru meðal fjögurra frambjóðenda til formanns hjá VR. Kosningu lýkur í hádeginu á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Bjarni Þór segir þetta opinbera undirliggjandi fordóma sem finna megi í herbúðum Höllu. „Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafði fengið símtal frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem líkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana,“ segir Bjarni meðal annars í greininni. Bjarni Þór vekur jafnframt athygli á því að Halla hafi lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð: „Þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir.“ Halla kannaðist aðspurð ekki við þetta. „Ég er náttúrlega með fullt af fólki sem er að hjálpa mér að hringja í félagsfólk. Það er grundvallarregla hjá okkur að við segjum ekkert neikvætt um aðra frambjóðendur, enda keyri ég mína kosningabaráttu undir jákvæðum formerkjum.“ Halla hafnar því alfarið að fyrir liggi handrit þar sem fram kemur að Bjarni Þór sé of gamall. „Það er kjósenda að meta það eða hvort aldur skipti yfirleitt máli í þessum kosningum,“ sagði Halla. Kosningunum lýkur um hádegi á fimmtudag og greinilega er tekið að hitna vel í kolum. „Meira en ég hélt. Ég vissi ekki að þetta væri svona heitt,“ segir Halla. En svona sé þegar fleiri vilja en komast að, þá getur þetta orðið með þessum hætti.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira