Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 16:10 Albert Guðmundsson átti viðburðaríkan leik gegn ógnarsterku liði Napoli í dag. Getty/Giuseppe Maffia Albert Guðmundsson skoraði laglegt mark og átti afar viðburðaríkar mínútur í leik Fiorentina við Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Napoli komst yfir á 26. mínútu og voru fyrrverandi leikmenn Manchester United þar áberandi. Scott McTominay átti skot sem David de Gea varði en Romelu Lukaku náði frákastinu og skoraði. Giacomo Raspadori kom svo Napoli í 2-0 á 60. mínútu en þá var komið að Alberti. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir slæma tæklingu Giovanni Di Lorenzo en skoraði svo frábært mark tveimur mínútum síðar, þegar hann fékk boltann, kom sér að vítateigsboganum og smellti honum neðst í hægra hornið. Á 66. mínútu þótti Albert svo heppinn að sleppa við að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt, eftir árekstur við Raspadori, og voru Napoli-menn afar ósáttir við að rauða spjaldið færi ekki á loft. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Alberts í rúman mánuð og hann virðist kominn á fulla ferð eftir brot í rófubeini, nú þegar styttist í landsleikina við Kósovó 20. og 23. mars. Napoli er nú aðeins stigi á eftir Inter í baráttunni um ítalska meistaratitilinn, með 60 stig í 2. sæti. Fiorentina er hins vegar með 45 stig í 7. sæti, fimm stigum á eftir næsta liði, Bologna sem vann Verona 2-1 fyrr í dag. Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Napoli komst yfir á 26. mínútu og voru fyrrverandi leikmenn Manchester United þar áberandi. Scott McTominay átti skot sem David de Gea varði en Romelu Lukaku náði frákastinu og skoraði. Giacomo Raspadori kom svo Napoli í 2-0 á 60. mínútu en þá var komið að Alberti. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir slæma tæklingu Giovanni Di Lorenzo en skoraði svo frábært mark tveimur mínútum síðar, þegar hann fékk boltann, kom sér að vítateigsboganum og smellti honum neðst í hægra hornið. Á 66. mínútu þótti Albert svo heppinn að sleppa við að fá sitt annað gula spjald og þar með rautt, eftir árekstur við Raspadori, og voru Napoli-menn afar ósáttir við að rauða spjaldið færi ekki á loft. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Alberts í rúman mánuð og hann virðist kominn á fulla ferð eftir brot í rófubeini, nú þegar styttist í landsleikina við Kósovó 20. og 23. mars. Napoli er nú aðeins stigi á eftir Inter í baráttunni um ítalska meistaratitilinn, með 60 stig í 2. sæti. Fiorentina er hins vegar með 45 stig í 7. sæti, fimm stigum á eftir næsta liði, Bologna sem vann Verona 2-1 fyrr í dag.
Ítalski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira