Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 20:15 Átti flottan leik í kvöld. AP Photo/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann Montpellier 1-0 í efstu deild franska fótboltans. Sigurinn var sá þriðji í síðustu fjórum deildarleikjum hjá Lille. Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira