Leikskólakerfið ráði ekki við allt Bjarki Sigurðsson skrifar 8. mars 2025 12:35 Ólafur Brynjar Bjarkason er skrifstofustjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Eftir síðustu helgi hætti Reykjavíkurborg að taka við umsóknum um leikskólapláss og vinnur nú að því að úthluta plássum fyrir haustið. Úthlutunarferlið mun taka nokkrar vikur og munu fyrstu foreldrar fá tilkynningu um úthlutun á næstu dögum. Fyrst og fremst er verið að úthluta plássum sem börn fædd 2019 voru með en þau eru á leið í grunnskóla. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar, segir árganginn hafa verið stóran, um 1500 börn, og því mörg pláss að losna. Þá er framkvæmdum að ljúka á nokkrum leikskólum sem gæti skilað fleiri plássum. „Þetta lítur alveg ágætlega út þannig en það eru mjög margir óvissuþættir, það er margt sem spilar inn í: mönnun spilar töluvert hlutverk í þessu, húsnæðismál og ýmislegt annað,“ segir Ólafur Brynjar. Kerfið ráði illa við fjölgun Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í gær færslu þar sem hún var svartsýn á að fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla í sínu hverfi. Ólafur segir það því miður gerast inn á milli að fólk þurfi að sækja leikskólapláss annað. „Í sumum hverfum eru fleiri húsnæðisvandamál heldur en í öðrum og það eru fleiri barnafjölskyldur í sumum hverfum þannig aðsóknin í leikskólana verður meiri. Þannig það er mjög mikilvægt að reyna að finna aðeins hvernig landið liggur í þessu áður en innritun fer af stað,“ segir Ólafur. Hann segir leikskólakerfið í heild sinni vera að mæta krefjandi erfiðleikum. Leikskólakennurum fari fækkandi og meðalaldur þeirra hækkandi. „Það eru alls konar þættir sem þarf að fara aðeins að huga að vegna þess að kerfið í dag ræður ekkert rosalega vel við þessa fjölgun og stækkun plássa og að það sé verið að fara sífellt neðar í aldri til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það er mikil áskorun fyrir leikskólakerfið,“ segir Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri hjá skóla og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira