Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 7. mars 2025 18:57 Vísir/Lýður Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún. NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún.
NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira