Efast um að ráðherra sé í herferð gegn fjölmiðlum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 13:00 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir félagið hafa skilað inn um sögn um fyrirhugaðar breytingar á frumvarpinu í gær. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélags Íslands segir skorta rök fyrir stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að styrkjum til fjölmiðla sem boðaðir hafa verið. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir útlit fyrir að refsa eigi fjölmiðlum sem reynst hafi erfiðir stjórnvöldum. Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir. Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Morgunblaðið birti í dag fréttaskýringu þar sem rakið er að Logi Einarsson menningarmálaráðherra hafi snemma í janúar lagt fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi þar sem lagt var til að stuðningur við fjölmiðla héldist óbreyttur til eins árs. Í febrúar hafi hins vegar verið boðað að hámarksstyrkir til fjölmiðla yrðu lækkaðir, en þær breytingar myndu aðeins snerta Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Sýn, sem heldur úti Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni. Í millitíðinni hóf Morgunblaðið að fjalla um styrki hins opinbera til Flokks fólksins og aðrir fjölmiðlar fylgdu í kjölfarið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins sagðist í kjölfarið telja að endurskoða þyrfti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar styrki til flokksins. Gagnrýna breytinguna Blaðamannafélag Íslands skilaði umsögn í gær um hina fyrirhuguðu breytingu í gær, þar sem kallað var eftir skýrari rökstuðningi. „Þar gagnrýndum við þessa breytingu. Okkur finnst mjög ógagnsætt hverju hún á að skila og hvers vegna er verið að lækka þetta þak til eins árs þegar er búið að boða breytingar á aðgerðum til stuðnings fjölmiðlum og þar á meðal þessum fjölmiðlastyrkjum á næsta ári,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hún ætli þó ekki að gera ráðherra það upp að ráðast í breytingarnar vegna umfjöllunar Morgunblaðsins. „Þó að Sigurjón Þórðarson hafi nú hótað þessu þá hef ég bara meiri trú á Loga Einarssyni og þessari ríkisstjórn í heild sinni en það, enda væri það grafalvarlegt mál. Á hinn bóginn finnst mér að þau þurfi að koma fram og útskýra betur hvað þarna býr að baki,“ segir Sigríður Dögg. Jens Garðar Helgason er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nýkjörinn varaformaður.Vísir/Vilhelm Þörf á réttlátu samkeppnisumhverfi Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir málið vekja upp grunsemdir meðal stjórnarandstöðuliða, um að stefnubreytingin helgist af afstöðu Sigurjóns til fjölmiðlastyrkja. „Þá ætlar ríkisstjórnin greinilega að fara að lækka styrkina til ákveðinna fjölmiðla sem þeim finnst óþægilegur ljár í þúfu,“ segir Jens Garðar. Hann telur kerfið einfaldlega vera gallað. „Það að stjórnmálamenn hafi þetta vald til þess að annað hvort gefa í eða draga úr fjárveitingum til fjölmiðla eftir eigin geðþótta, í staðinn fyrir að búinn sé til sá jarðvegur – eins og ég var að ræða við ráðherra í gær í þinginu – að það sé sá jarðvegur fyrir henda sem að skapar réttlátt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla á Íslandi,“ segir Jens Garðar Helgason. Logi Einarsson menningarráðherra gaf ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegisfréttir.
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00 Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Starfsfólki við einkarekna fjölmiðla hefur hríðfækkað undanfarinn áratug á meðan Ríkisútvarpið hefur bætt við sig starfsfólki. Umfang RÚV er hlutfallslega langmest af öllum ríkisfjölmiðlum á Norðurlöndum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Frá hruni hefur starfsfólki á einkareknum fjölmiðlum fækkað um 69 prósent en 16 prósent á RÚV. 5. mars 2025 06:00
Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Markaðshlutdeild RÚV er þrefalt meiri en meðaltal hinna ríkisfjölmiðlanna á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs. Starfandi fréttamönnum hjá einkareknum miðlum hefur fækkað um 1400 frá hruni. 5. mars 2025 20:02