Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 10:00 Mason Greenwood spilaði bara einn A-landsleik fyrir England, átján ára gamall gegn Íslandi. Getty/Hafliði Breiðfjörð Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020. Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid. Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid.
Fótbolti Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira