Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. mars 2025 22:56 Það hafa komið upp dæmi þar sem mjög ung börn finna nikótínpúða á leikvelli og stingi upp í sig. Vísir/Rakel Ósk Símtöl í eitrunarsímann eru að færast í aukana, meðal annars vegna nikótínpúða. Bæði gerist það að símtöl berist um ungbörn hafa komist í snertingu við púða, og um eldri einstaklinga sem verði fyrir nikótíneitrun, meðal annars vegna þess að þeir gleypi slíka púða í svefni. Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“ Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Helena Líndal, lyfjafræðingur og sérfræðingur í klíníkskri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans ræddi um þetta, og önnur vandamál sem berast eitrunarsímanum, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það er algengast að verið sé að hringja út af litlum börnum sem hafa komist í einhver hreinsiefni á heimilinu, uppþvottavélatöflu, eða þvottaefni, eða klósetthreinsiefni. Það er alltaf hætta þegar verið er að þrífa heimili. Það þarf alltaf að passa að líta ekki af litlu börnunum.“ Að sögn Helenu þarf að grípa til mjög mismunandi aðgerða eftir atvikum. Þess vegna sé mikilvægt að hringt sé í eitrunarsímann svo fólk geti fengið ráðgjöf. Í einhverjum tilfellum þurfi ekki að grípa til mikilla aðgerða en svo þurfi stundum að leggja börn inn á gjörgæslu. Líkt og áður segir er hluti símtalanna vegna nikótínpúða, en Helena segir að það endurspegli tíðarandann. Fyrir fimmtán árum hafi oftar verið hringt vegna sígaretta. „Fólk er að henda þessu út um allt. Við höfum fengið símtöl þar sem börn undir eins árs hafi verið að leika sér á róló og fundið svona og sett upp í sig. Svo er fólk ekki að ganga vel frá þessu á heimilunum. Það er jafnvel að henda þessu stöku í ruslafötu. Krakkarnir fara svo ofan í ruslafötuna og sækja. Eða þau sækja jafnvel dollu. Það eru nokkuð mörg símtöl þar sem barn hefur bara setið í stofunni með fullt af púðum í kringum sig.“ Hver er fyrsta hjálpin ef mann grunar þetta? „Þá á að hringja í okkur. Við erum með ákveðna prótókóla sem við förum eftir. Það fer eftir aldri barnsins, þyngd þess og hvaða efni þetta er, sígaretta, púði eða eitthvað annað. Við metum hvort barnið þurfi að fara á bráðamóttökuna, eða hvort það sé hægt að fylgjast með því heima. Og þá látum við fólk vita hvaða einkennum á að fylgjast með.“ Í alvarlegustu tilfellunum þar sem púðar eiga í hlut, hversu alvarlegt getur það orðið? „Þetta getur verið lífshættulegt. Það gæti þurft að senda barnið á bráðamóttöku barna og setja það í algjöra gjörgæslu. Þar sem þarf að fylgjast með öllum lífsmörkum. Það getur fengið krampa og orðið rosalega veikt. Í verstu tilfellum, sem betur fer hefur það ekki enn gerst á Íslandi, þá veldur nikótín dauða.“ Þetta er þó ekki bara vandamál hjá ungum börnum, heldur verða fullorðnir líka fyrir nikótíneitrunum. „Við erum að fá símtöl frá fólki sem sofnaði með púða uppi í sér, og kyngdi í svefni.“
Börn og uppeldi Nikótínpúðar Heilbrigðismál Slysavarnir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira