Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 11:37 Svona er umhorfs fyrir utan húsnæðið að Fiskislóð. Vísir/Anton Brink Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. „Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
„Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink
Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira