Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. mars 2025 15:57 Guðrún Hafsteinsdóttir flutti framboðsræðu sína fyrst frambjóðenda. Að ræðu lokinni gekk hún út við lagið Don't Bring Me Down með hljómsveitinni Electric Light Orchestra. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir kom víða við í framboðsræðu sinni til formanns Sjálfstæðisflokksins. Sem fyrr minnti hún á rætur sínar hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís en auk þess ræddi hún kosningaloforð sín, störf hennar í kjaraviðræðum og orðljóta verkalýðshreyfingu. Þá minntist hún flokksfélaga sem féll frá fyrir aldur fram og er saknað á fundinum. „Núna erum við stödd í krefjandi kafla í sögu Sjálfstæðisflokksins. Við erum með vindinn í fangið. Við höfum tapað trausti og við upplifum að flokkurinn hafi fjarlægst sig. Eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður vestur á fjörðum sagði við mig um daginn: ég yfirgaf aldrei Sjálfstæðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf mig. En sögunni er ekki lokið, því við Sjálfstæðismenn gefumst aldrei upp. Og við lítum aldrei undan þótt sýnin sé ófrýnileg. Við getum sótt fylgi á ný við getum stækkað flokkinn og við getum komist í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála á nýjan leik,“ sagði Guðrún í ræðu sinni sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. Vill að forystan sé kjörin með opnari hætti Guðrún kynnti þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Orðljót verkalýðshreyfing Guðrún segir eina lífsreynslu hafa haft mest áhrif á að hún byði sig fram til embættisins: þegar hún sat við kjarasamningsborðið í forystusveit Samtaka Atvinnulífsins. „Og á móti mér sat ný kynslóð verkalýðshreyfingarinnar með steyttan hnefa og orðbragð sem hafði ekki heyrst lengi í íslensku samfélagi. Þau sáu ekki lengur atvinnurekendur og launþega sem sömdu friðsamlega sín á milli, heldur auðvaldið og öreigana sem börðust á banaspjótum. Þessi lífssýn er eins fjarri mér og hugsast getur. Ég vil fá fólk til liðs við aðra. Og uppbyggilegri sýn fyrir íslenskt samfélag. Við Sjálfstæðisfólk höfum þá bjargföstu trú að við Íslendingar séum öll í sama liðinu. Atvinnurekendur standi með launþegum. Að landsbyggðin og höfuðborgin standi saman og ungir og aldnir hjálpist að.“ Þá segist hún sjá fegurðina í því þegar atvinnurekendur og launþegar standi saman að því að byggja upp „eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims“. „Við sjáum fegurðina í eldri konu í Breiðholtinu sem býður fram aðstoð sína endurgjaldslaust til að gæta barna ungrar ekkju, Ingu Maríu vinkonu okkar, og okkar farna félaga Egils Þórs. Borgarfulltrúa sem lést fyrir aldur fram í desember og hans er sárt saknað á þessum fundi,“ sagði Guðrún klökk og uppskar standandi lófatak. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu. 28. febrúar 2025 15:32 Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór. 1. mars 2025 14:26 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
„Núna erum við stödd í krefjandi kafla í sögu Sjálfstæðisflokksins. Við erum með vindinn í fangið. Við höfum tapað trausti og við upplifum að flokkurinn hafi fjarlægst sig. Eins og einn fyrrum Sjálfstæðismaður vestur á fjörðum sagði við mig um daginn: ég yfirgaf aldrei Sjálfstæðisflokkinn, Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf mig. En sögunni er ekki lokið, því við Sjálfstæðismenn gefumst aldrei upp. Og við lítum aldrei undan þótt sýnin sé ófrýnileg. Við getum sótt fylgi á ný við getum stækkað flokkinn og við getum komist í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála á nýjan leik,“ sagði Guðrún í ræðu sinni sem má nálgast í heild sinni hér að neðan. Vill að forystan sé kjörin með opnari hætti Guðrún kynnti þrjár breytingar á flokksstarfinu sem hún mun sem formaður setja í forgang til að bæta samstöðu innan flokksins og stækka hann. „Í fyrsta lagi mun ég færa valdið til flokksmanna. Ég vil efla flokksfélögin og færa verkefni og fjármagn út í kjördæmin,“ segir Guðrún. Þar haldi grasrót flokksins á lofti sjálfstæðishugsjóninni og vísi veginn í sinni heimabyggð. „Við megum aldrei gleyma því að flokksfélög Sjálfstæðisflokksins voru ekki stofnuð til að styðja við Valhöll. Valhöll er starfrækt til að styðja við flokksfélögin.“ Í öðru lagi vilji hún stuðla að því að forysta flokksins sé kjörin með opnari hætti. „Ég vil gefa öllum þeim flokksmönnum, sem sannarlega starfa og styðja flokkinn, færi á að velja sína forystu. Ég hef trú á því að sú breyting muni sameina okkur og styðja flokkinn.“ „Og í þriðja lagi vil ég gera Valhöll að gróðurhúsi nýrra og djarfra hugmynda. Ég heyri að Sjálfstæðismönnum þykir samstarf okkar í síðustu ríkisstjórn hafa litað nálgun okkar og hugarfar. Að við séum orðin of samdauna kerfinu. Ef það er einhver gryfja sem við megum aldrei, aldrei, falla í, þá er það að taka okkur meðvirka varnarstöðu með kerfinu.“ Orðljót verkalýðshreyfing Guðrún segir eina lífsreynslu hafa haft mest áhrif á að hún byði sig fram til embættisins: þegar hún sat við kjarasamningsborðið í forystusveit Samtaka Atvinnulífsins. „Og á móti mér sat ný kynslóð verkalýðshreyfingarinnar með steyttan hnefa og orðbragð sem hafði ekki heyrst lengi í íslensku samfélagi. Þau sáu ekki lengur atvinnurekendur og launþega sem sömdu friðsamlega sín á milli, heldur auðvaldið og öreigana sem börðust á banaspjótum. Þessi lífssýn er eins fjarri mér og hugsast getur. Ég vil fá fólk til liðs við aðra. Og uppbyggilegri sýn fyrir íslenskt samfélag. Við Sjálfstæðisfólk höfum þá bjargföstu trú að við Íslendingar séum öll í sama liðinu. Atvinnurekendur standi með launþegum. Að landsbyggðin og höfuðborgin standi saman og ungir og aldnir hjálpist að.“ Þá segist hún sjá fegurðina í því þegar atvinnurekendur og launþegar standi saman að því að byggja upp „eitt öflugasta lífeyrissjóðakerfi heims“. „Við sjáum fegurðina í eldri konu í Breiðholtinu sem býður fram aðstoð sína endurgjaldslaust til að gæta barna ungrar ekkju, Ingu Maríu vinkonu okkar, og okkar farna félaga Egils Þórs. Borgarfulltrúa sem lést fyrir aldur fram í desember og hans er sárt saknað á þessum fundi,“ sagði Guðrún klökk og uppskar standandi lófatak.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu. 28. febrúar 2025 15:32 Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór. 1. mars 2025 14:26 Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur klukkan 16:30 í dag og lýkur á sunnudag þegar í ljós kemur hver verður næsti formaður flokksins. Öllum ræðum á fundinum verður streymt í beinni útsendingu. 28. febrúar 2025 15:32
Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis er fundarstjóri landsfundar Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni. Hann segir starfið vandasamt þar sem fundurinn er stór. 1. mars 2025 14:26
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10