Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. mars 2025 13:02 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins í sjö ár. Sjálfstæðisflokkurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. „Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Kæru Sjálfstæðismenn, tími alvörunnar er runninn upp. Tími þar sem leiðtogar þurfa að taka stórar ákvarðanir með hraði en fljótfærni getur verið banvæn. Tími þegar við þurfum að gæta sjálfstæði okkar en þurfum meira en nokkru sinni fyrr á samvinnu við aðrar þjóðir að halda. Tími þar sem þörf er á meiri stjórnmálum og minna af pólitík. Tími þar sem við þurfum að hafa það algjörlega á hreinu að frelsi og sjálfstæði er meira virði en allur heimsins auður,“ sagði Þórdís Kolbrún. Þá sagði hún Íslendinga gætu þurft að færa mikla fórnir fyrir frelsið þar sem forsenda frelsis væri friður. „Út um alla Evrópu standa vinir okkar frammi fyrir miklu ískyggilegri valkostum. Þá er ég ekki að tala um hetjur sem verja Úkraínu og ekki bara vini okkar í Eystrasaltsríkjunum sem óttast kúgunarvald Rússlands. Heldur líka okkar allra nánustu vini og félaga og fjölskyldu í alþjóðasamfélaginu, Danmörk, Norðmenn, Svía og sérstaklega Finna.“ Íslendingar séu heppnir að þurfa ekki að standa frammi fyrir þessum valkostum en þurfa samt sem áður að styðja vinaþjóðir sínar, líkt og þær myndu gera þyrftu Íslendingar á því að halda. Íslendingar þyrftu að vera verðugir bandamenn „Sjálfstæðisflokkurinn þarf meira en nokkru sinni fyrr að rísa undir formerki að vera akkeri í íslenskum stjórnmálum og íslensku samfélagi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir frelsi og hefur það að markmiði að veita manneskjunni ákvörðunarvald um sitt eigið frelsi. „Kæru vinir ég segi þetta með djúpri sorg í hjarta og ég vildi óska þess að ég þyrfti ekki að segja það. Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis. Þau eru að leika sér að eldinum og eru jafnvel þegar farin að brenna niður mikilvæga þætti af þeirri heimsmynd sem er grundvöllur friðar og frelsis, fyrir okkur, fyrir Evrópu og fyrir Bandaríkin sjálf,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún varar flokksmenn við að láta ekki blekkjast en vonar að Bandaríkjamenn skipti um farveg þar sem þeir stefni í ranga átt. „Það er ekki gott fyrir heiminn, það er ekki gott fyrir Evrópu og ekki gott fyrir Ísland.“ Óbeit á kúgun sameiningartákn flokksins Tími og frelsi voru þemu í ræðu Þórdísar en hún hóf ræðuna á orðunum „tíminn líður og hann líður hratt.“ Það sé aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins að leyfa manneskjunni að ákveða að vera frjáls. Sameiningartákn flokksins sé óbeit á alls kyns kúgun „Ég verð ekkert oft reið en þegar ég horfi upp á tilraunir til að kúga fólk, steypa það í sama mót, skipta sér af einkalífi þeirra, reyna stjórna því hvað það hugsar, hvað það segir eða vera með meiningar um hvað það elskar þá brjálast ég,“ segir hún. Frelsið sé kjarninn, allt annað sé útfærsluatriði. „Megum við áfram vera raunverulega frjáls og halda áfram að njóta þeirra einstöku gæfu að búa í farsælu, öruggu og réttlátu samfélagi í þessu himneska landi sem við eigum öll saman,“ sagði Þórdís við lok ræðunnar Formaður flokksins verði loksins kona Þórdís sagðist einnig hafa lofað sér sjálfri að beita sér sem áhrifamanneskju að í forystu Sjálfstæðisflokksins yrði pláss fyrir margar sterkar konur. „Ég er stolt að hafa átt minn þátt í því að loksins, eftir 95 ár, er verið að kjósa konu sem formann Sjálfstæðisflokksins,“ sagði hún. Hún hafði þó alltaf séð sig sjálfa sem formann Sjálfstæðisflokksins. Þórdís var lengi orðuð við framboð og hafði áður sagt að ef Bjarni Benediktsson léti af embætti myndi hún bjóða sig fram. Hún tilkynnti hins vegar í lok janúar að hún myndi ekki bjóða sig fram. Bjarni Benediktsson tilkynnti í lok janúar að tími hans í stjórnmálum væri á enda. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru í framboði til formanns. Þess má geta að á sama tíma og Þórdís Kolbrún flutti kveðjuræðuna sína hélt Guðrún upp á viðburð í Þróttaraheimilinu fyrir stuðningsmenn sína. Hlusta má á ræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hvernig skiptast fylkingarnar? Á sunnudaginn kjósa Sjálfstæðismenn sér nýjan formann á landsfundi flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir keppast þar um embættið en gamlar fylkingar virðast enn lifa og styðja við hvort sitt framboðið. Dramatískar fréttir, vel sóttir fundir og flóð skoðanagreina hafa teiknað upp áhugaverða mynd af skiptingu flokksins á milli kandídatanna tveggja. 28. febrúar 2025 17:10