„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 21:33 Þorgerður Katrín segir ljóst að Evrópa þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52