Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Jón Þór Stefánsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 11:46 Myndin er úr safni. Getty Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum. „Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Hún segir að lagt hafi verið hald á tölvur og tölvutengda muni. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Er þetta fyrsta verkefnið af þessu tagi sem kemur inn á ykkar borð? „Ég get ekki sagt að þetta sé fyrsta málið. Við höfum séð í myndskoðun efni sem er gert með gervigreind. En þetta er fyrsta af þessari stærðargráðu. En við höfum rekist á svona myndefni áður, nýlega.“ Er þetta raunverulegt efni? „Þetta er gríðarlega raunverulegt. það getur verið erfitt að meta hvort þetta er alvöru eður ei,“ segir Bylgja. Það er mat lögreglunnar að íslenska löggjöfin nái utan um gervigreindarmyndað barnaníðsefni. Grunaður höfuðpaur danskur Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir. Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi. Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð. Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að regluverk varðandi gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant. Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzegóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en hún er svohljóðandi: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld. Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Lögreglumál Gervigreind Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira