Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 10:46 Ólafur er langt í frá sáttur við skrif Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja. Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja.
Fjölmiðlar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira