Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 15:33 Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins en verður líka orðin stjórnarmaður hjá UEFA eftir komandi ársþing. Getty/Maja Hitij Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn. Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi. UEFA Norski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi.
UEFA Norski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira