Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 15:33 Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins en verður líka orðin stjórnarmaður hjá UEFA eftir komandi ársþing. Getty/Maja Hitij Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn. Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi. UEFA Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi.
UEFA Norski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira